Skilgreiningin á vandamálunum mínum.

Halló gott fólk.

Nú ætla ég að koma með ,,lausnir" á vandamálunum mínum úr síðustu færslu.

Fyrsta valdamálið mitt var ókurteist fólk. Fólk á að vera kurteist  við hvert annað. Mitt motó í lífinu  þegar ég er að vinna eða bara að umgangast annað fólk er að ánægja smitar út frá sér. Þess vegna reyni ég,þó að ég sé pirruð og óánægð, þá brosi ég og er kurteis :D ef fólk hefði þetta að leiðarljósi í lífinu,þá væri lífið mun auðveldara fyrir alla.

Næsta vandamál mitt var að reyna að koma í veg fyrir alla þessa sjúkdóma og hætta þessu stríðsástandi eins og til dæmis í Írak og þar í kring. Ég held að ég geti ekki fundið neina leið til þess því stríð hefur svo margar ástæður... stríð á í raun margt líkt við hriðjuverk... báðum er ætlað að rífa niður andstæðinginn... ástæðurnar á bak við bæði getur verið trúarofstæki.. kall sem er klikkaður í höfðinu en hefur mikil völd... og af því hljótast allir þessir sjúkdómar....

Þriðja vandamálið mitt eru þessir blessuðu strætóar okkar. Það er allt gott og blessað með að við fáum frítt í strætó en við verðum þá að geta notað ferðirnar. Þær eru á hálftíma fresti svo að á morgnana verð ég annað hvort að leggja af stað rétt eftir 7 eða verða of sein í tíma. Strætóferðirnar í fyrra voru frábærar. ÉG VIL ÞÆR AFTUR.

jæja þetta er það besta sem ég get gert.

kveðja

bogga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilborg Jóna Gunnarsdóttir

Höfundur

Vilborg Jóna Gunnarsdóttir
Vilborg Jóna Gunnarsdóttir
Ég heiti Vilborg Jóna Gunnarsdóttir og er 18 ára Reykjavíkur mær. Ég er á félagsfræðibraut og hef mikin áhuga á sálfræði. Ég er kölluð bogga og er bara afskaplega venjuleg stelpa.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband