10.10.2007 | 10:37
Toppurinn í haustfríinu :D
Jáh nú hef ég fengið nýtt verkefni í blogginu hérna í UTN
ég er að fara í sumarbústað núna í haustfríinu. ég á sem sagt að skrifa um topp 10 hlutina til að gera í haustfríinu.
hummmm....
1. smá family ,,bonding" time með systur minni og mömmu
2. spjalla við þær
3. horfa á kellingamyndir saman
4. borda góðan mat
5.labba út um allt
6. láta leka af okkur reykjavíkur slenið í heita pottinum
7.skoða kirkjubæjarklaustur og allt í kring
8.tala illa um alla strákan sem hafa farið illa með okkur
9.spila matador og spila með venjuleg spil
10. bara hafa virkilega gaman af að slappa af, eingin vinna og ekkert stress.
sem sagt bara hafa totally ekkert að gera. ekki vinna ekki skóli ekki bíó bara ég og mamma og systir mín rebonding
takk fyrir mig
bogga lata
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2007 | 10:44
Skilgreiningin á vandamálunum mínum.
Halló gott fólk.
Nú ætla ég að koma með ,,lausnir" á vandamálunum mínum úr síðustu færslu.
Fyrsta valdamálið mitt var ókurteist fólk. Fólk á að vera kurteist við hvert annað. Mitt motó í lífinu þegar ég er að vinna eða bara að umgangast annað fólk er að ánægja smitar út frá sér. Þess vegna reyni ég,þó að ég sé pirruð og óánægð, þá brosi ég og er kurteis :D ef fólk hefði þetta að leiðarljósi í lífinu,þá væri lífið mun auðveldara fyrir alla.
Næsta vandamál mitt var að reyna að koma í veg fyrir alla þessa sjúkdóma og hætta þessu stríðsástandi eins og til dæmis í Írak og þar í kring. Ég held að ég geti ekki fundið neina leið til þess því stríð hefur svo margar ástæður... stríð á í raun margt líkt við hriðjuverk... báðum er ætlað að rífa niður andstæðinginn... ástæðurnar á bak við bæði getur verið trúarofstæki.. kall sem er klikkaður í höfðinu en hefur mikil völd... og af því hljótast allir þessir sjúkdómar....
Þriðja vandamálið mitt eru þessir blessuðu strætóar okkar. Það er allt gott og blessað með að við fáum frítt í strætó en við verðum þá að geta notað ferðirnar. Þær eru á hálftíma fresti svo að á morgnana verð ég annað hvort að leggja af stað rétt eftir 7 eða verða of sein í tíma. Strætóferðirnar í fyrra voru frábærar. ÉG VIL ÞÆR AFTUR.
jæja þetta er það besta sem ég get gert.
kveðja
bogga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.8.2007 | 10:27
blog í UTN
Hér eru nokkrar setningar sem kennarinn, hann róbert, setti okkur fyrir að búa til enda á.
Það sem pirrar mig mest er... fólk sem er ótillitsamt við samborgara sína. Fólk tekur stundum ekki mikið tillit til náungans.
Það væri sniðugt ef til væri....leið til þess að koma í veg fyrir stríð og hungur og lækna alla þessa hræðilegu sjúkdóma sem hjá fólk um allan heim.
Afhverju er ekki boðið upp á...betra strætókerfi hér í borginni?? með fleiri ferðum á þeim tíma sem nemar eru á ferðinni.
Já þessar steningar fá mann til að hugsa soltið og pæla í hvað væri hægt að gera til að gera heiminn betri...
bogga
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
27.8.2007 | 08:55
Ég og frændi minn! :D
Talandi um myndir. Þessi mynd var tekin í Maí af mér og litla yndiðslega prakkaranum sem er frændi minn. Hann á eldri systur sem er enþá meiri prakkari og sver sig í ættina með því. Svo á ég líka 3bura frændsystkyn sem eru á sama aldri og systir mín. Þar með eru talin um öll mín frændsystkyn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.8.2007 | 08:37
Þetta er ég!
Ég heiti sem sagt Vilborg Jóna Gunnarsdóttir og er 18 ára. Ég hef búið í um 1 og hálft ár hér í Reykjavík eftir að hafa verið alin upp í Þorlákshöfninni. Ég er að læra á félagsfræðibraut. Ég stefni á að fara út að læra eftir að hafa klárað sálfræði BA próf og taka þá doktorin. Fyrir utan það er ég bara mjög venjuleg stelpa. Ég bý hjá mömmu minni og systur og á pabba sem býr á Selfossi. Systir mín er yngri en ég og unnir sér vel í sínum grunnskóla.
Ég hef mikin áhuga á tónlist og kvikmyndum. Aðalega þá teiknimyndum. Kærastinn minn kynti mig fyrir Futurrama og ég alveg féll kylliflöt. Og svo auðvitað fyrir The Simpsons :D
Annars elska ég ketti og hesta og yfirleitt bara öll dýr. en ég hata skordýr.
Ég held að ég geti eiginlega ekki sagt ykkur neitt meira spes um mig.
bogga
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Vilborg Jóna Gunnarsdóttir
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar